Safnaðarstarfið

Líf og fjör í safnaðarheimili Bessastaðasóknar

Aðalsafnaðarfundur 2025

Sóknarnefnd Bessastaðasókn boðar til aðalsafnaðarfundar mánudaginn 5. maí n.k. kl. 17 í safnaðarheimili Bessastaðasóknar Brekkuskógum 1.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. 4. grein starfsreglna um söfnuði og sóknarnefndir.Allir velkomnir.

Kórastarf

Í Bessastaðasókn eru starfræktir tveir kórar:

Álftaneskórinn er blandaður kór sem hefur starfað síðan árið 1981. Kórinn æfir og flytur bæði veraldlega og kirkjulega tónlist og leiðir söng við guðþjónustur í Bessastaðakirkju. Æfingar Álftaneskórsins eru á mánudögum kl. 17.30-19.00 í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1. Stjórnandi er Ástvaldur Traustason.

Garðaálfarnir, kór eldri borgara á Álftanesi var stofnaður haustið 2016. Kórinn er öllum opinn, bæði reyndum og óreyndum söngvurum.  Söngstundirnar fara fram í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1, á mánudögum kl. 15:30. Ástvaldur Traustason organisti leikur undir og leiðir sönginn og kennir einnig einfaldar raddanir.

Ef þú hefur áhuga á kórastarfinu - hafðu þá samband við Ástvald Traustason.

Hafa samband - s:896 9828

Foreldramorgnar

Foreldramorngar eru frábært tækifæri til að kynnast, fræðast, finna stuðning og skiptast á skoðunum.

Umsjón með foreldramorgnum hefur Vilborg Ólöf Sigurðardóttir djákni.

Foreldramorngar eru haldnir á miðvikudögum frá kl. 10.30-12.00 eru í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1.

Starf eldri borgara

Opið hús eldri borgara er á miðvikudögum kl. 13-16 í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1. Þar er spjallað, spilað prjónað og einnig er hægt að skoða nýjustu tímaritin. Einu sinni í mánuði er boðið upp á ýmiskonar fróðleik. Vilborg Ólöf Sigurðardóttir, djákni,  hefur umsjón með opnu húsi.

Kór eldri borgara, Garðálfarnir, er líka starfræktur í safnaðarheimilinu, og eru æfingar á mánudögum kl. 16 -17.

Æskulýðsstarf

Sunnudagaskólinn er í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1 kl. 11 alla sunnudaga nema fyrsta sunnudag í mánuði. Fyrsta sunnudag í mánuði er fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í Bessastaðakirkju með þátttöku sunnudagaskólans.

Tólf spora starf

Tólf sporin – andlegt ferðalag Í safnaðarheimilinu að Brekkuskógum 1, Álftanesi höfum við Tólf spora starf fyrir allt prestakallið, þ.e. bæði fyrir Vídalínskirkju- og Bessastaðakirkjusöfnuði, það er vikulega á miðvikudögum kl.20.00-22.00.

Þetta er mannræktarstarf þar sem unnið er eftir Vinnubókinni Tólf sporin – andlegt ferðalag. Það byrjar með opnum fundum um mánaðarmótin sept/okt og stendur fram í maí. Eftir fyrstu 3-4 fundina þar sem fólk getur komið og kynnt sér starfið – þá er hópunum lokað og engum bætt við. Þetta er til að myndast geti traust og trúnaður og reiknað er með að þátttakendur skuldbindi sig til að vera með í starfinu allan veturinn og mæta eins vel og unnt er. Vinir í bata sem er reynt sporafólk sitja í hópunum til stuðnings alla fundina. Við auglýsum alltaf á haustin.

Lífið færir okkur ýmis verkefni sem okkur gengur misjafnlega að vinna úr hjálparlaust. Ótal margir hafa þá reynslu af Tólf sporunum að þau eru gagnlegt verkfæri til að læra að takast á við verkefni lífsins og ekki skemmir að hafa stuðning af hópi Vina í bata. Sjá líka: www.viniribata.is

Bænastundir

Bænastundir eru í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1. Hægt er að senda bænarefni til Margrétar Eggertsdóttur.